Tíska og hönnun

Húsgögnum suðurstofu Bessastaða skipt út fyrir íslenska hönnun

Andri Eysteinsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Í dag var húsgögnum suðurstofu Bessastaða skipt út. Flest húsgögn á Bessastöðum eru ensk að uppruna en í ljósi þess frábæra árangurs sem íslenskir hönnuðir hafa náð við gerð á húsgögnum á undanförnum áratugum má segja að tímabært sé að helga einn af sölum Bessastaða íslenskri hönnun og húsgagnagerð.

Forseti Íslands sagðist í viðtali við Stöð 2 vera hæstánægður með útkomuna, „Ég er hæstánægður, auðvitað skiptir mestu að fólki líði vel hérna og mér finnst það hafa tekist,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands.

Bessastaðastofa var byggð á árunum 1761-1766 í amtmannstíð Magnúsar Gíslasonar. Á Bessastöðum var um tíma aðsetur lærða skólans, sem þá hét Bessastaðaskóli en hann flutti til Reykjavíkur 1846.

Bessastaðir voru í eigu ýmissa fyrirmenna eftir það, má þar nefna skáldið og þingmanninn Grím Thomsen, Skúla Thoroddsen ritstjóri og Alþingismaður ásamt eiginkonu sinni skáldkonunni Theodóru Thoroddsen en árið 1940 keypti forstjórinn Sigurður Jónasson húsið og gaf íslenska ríkinu ári síðar svo þar mætti vera bústaður ríkisstjóra og síðar forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.