Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 12:45 Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air. Vísir Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira