Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 12:45 Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air. Vísir Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira