Nunna segir hendur Katy Perry blóði drifnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 19:23 Katy Perry stóð í fasteignadeilum við tvær nunnur. getty/Axelle Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018. Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“ Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu. Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles. Sundlaug í húsgarði klaustursins.getty/Patrick T. FallonPerry ætlaði að kaupa eignina, sem er yfir þrír hektarar, og byggingarnar sem eru byggðar í stíl ítalskra sveitasetra af erkibiskupsdæminu í Los Angeles fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna árið 2015 en það gekk ekki eftir þegar fyrrverandi íbúar klaustursins mótmæltu. Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011. Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna. Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur. Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.Klaustrið sem fasteignaerjurnar snúast um.getty/Patrick T. FallonNokkrum klukkutímum áður en hún hneig niður talaði systir Holzman við bandarísku fréttastofuna Fox 11 LA, og gagnrýndi úrskurð sem gerði Perry kleift að kaupa eignina. Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“ Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur. Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna. Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“ Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið. Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“ „Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“ Bandaríkin Hollywood Trúmál Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018. Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“ Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu. Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles. Sundlaug í húsgarði klaustursins.getty/Patrick T. FallonPerry ætlaði að kaupa eignina, sem er yfir þrír hektarar, og byggingarnar sem eru byggðar í stíl ítalskra sveitasetra af erkibiskupsdæminu í Los Angeles fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna árið 2015 en það gekk ekki eftir þegar fyrrverandi íbúar klaustursins mótmæltu. Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011. Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna. Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur. Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.Klaustrið sem fasteignaerjurnar snúast um.getty/Patrick T. FallonNokkrum klukkutímum áður en hún hneig niður talaði systir Holzman við bandarísku fréttastofuna Fox 11 LA, og gagnrýndi úrskurð sem gerði Perry kleift að kaupa eignina. Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“ Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur. Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna. Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“ Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið. Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“ „Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“
Bandaríkin Hollywood Trúmál Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira