Vín í borg Hildur Björnsdóttir skrifar 31. maí 2019 08:30 Ungt fólk vill búa í frjálsu samfélagi. Nútímalegri og samkeppnishæfri borg um lífsgæði og tækifæri. Lifandi borgarhlutum með þjónustu í seilingarfjarlægð – þar sem innkaupin geta farið fram hjá kaupmanninum á horninu. Reykjavíkurborg hefur með aðalskipulagi lagt áherslu á dagvöru- og matvöruverslanir innan hverfa. Þannig megi skapa sjálfbær hverfi sem y´ta undir fjölbreyttara mannli´f, styðja við vistvænar samgöngur og le´tta a´ umferðara´lagi. Áfengi er algeng neysluvara og áfengisinnkaup hluti af neyslumynstri borgarbúa. Illa staðsettar áfengisverslanir ríkisins leiða til ferða utan hverfis til áfengiskaupa. Í Reykjavi´k eru átta vi´nbu´ðir og tæplega 16.200 i´bu´ar um hverja bu´ð. Til samanburðar eru 2.600 i´bu´ar i´ baklandi vi´nbu´ðarinnar i´ Hveragerði. Vínbúðirnar eru ekki markvisst staðsettar i´ grennd við þjónustukjarna hverfanna og vinna því gegn markmiðum aðalskipulags um sjálfbær hverfi. Í dag fer áfengissala fram á einokunarmarkaði. Helstu rökin með einokun ríkisins á áfengissölu byggja á lýðheilsusjónarmiðum. Þar virðist gleymast að ríkiseinokun er ekki besta leiðin til að lágmarka skaðleg áhrif áfengisneyslu. Undanfarin ár hefur aðgengi að áfengi aukist með fjölgun áfengisverslana og lengdum opnunartíma. Samt sem áður hefur áfengisneysla ungmenna dregist verulega saman. Það er afleiðing af árangursríkustu leiðinni – forvarnarstarfi – ekki takmörkun á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Reynslan af i´slenskum sma´sölumarkaði hefur sýnt að aukið frelsi i´ verslunarrekstri stuðlar að kjarabo´tum fyrir neytendur – enda einkaaðilar betur til þess fallnir að stunda atvinnurekstur en hið opinbera. Hið opinbera ætti því ávallt að láta af rekstri sem einkaaðilar geta sinnt með hagkvæmari hætti. Aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi mun styðja hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum borgarinnar. Slík þróun myndi samræmast markmiðum aðalskipulags um sjálfbær hverfi og skapa hverfisvætt umhverfi daglegrar verslunar. Ég skora á þingmenn að tryggja aukið frelsi á áfengismarkaði svo einfalda megi leit fólks að algengri neysluvöru og efla borgarhverfin í átt að aukinni sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk vill búa í frjálsu samfélagi. Nútímalegri og samkeppnishæfri borg um lífsgæði og tækifæri. Lifandi borgarhlutum með þjónustu í seilingarfjarlægð – þar sem innkaupin geta farið fram hjá kaupmanninum á horninu. Reykjavíkurborg hefur með aðalskipulagi lagt áherslu á dagvöru- og matvöruverslanir innan hverfa. Þannig megi skapa sjálfbær hverfi sem y´ta undir fjölbreyttara mannli´f, styðja við vistvænar samgöngur og le´tta a´ umferðara´lagi. Áfengi er algeng neysluvara og áfengisinnkaup hluti af neyslumynstri borgarbúa. Illa staðsettar áfengisverslanir ríkisins leiða til ferða utan hverfis til áfengiskaupa. Í Reykjavi´k eru átta vi´nbu´ðir og tæplega 16.200 i´bu´ar um hverja bu´ð. Til samanburðar eru 2.600 i´bu´ar i´ baklandi vi´nbu´ðarinnar i´ Hveragerði. Vínbúðirnar eru ekki markvisst staðsettar i´ grennd við þjónustukjarna hverfanna og vinna því gegn markmiðum aðalskipulags um sjálfbær hverfi. Í dag fer áfengissala fram á einokunarmarkaði. Helstu rökin með einokun ríkisins á áfengissölu byggja á lýðheilsusjónarmiðum. Þar virðist gleymast að ríkiseinokun er ekki besta leiðin til að lágmarka skaðleg áhrif áfengisneyslu. Undanfarin ár hefur aðgengi að áfengi aukist með fjölgun áfengisverslana og lengdum opnunartíma. Samt sem áður hefur áfengisneysla ungmenna dregist verulega saman. Það er afleiðing af árangursríkustu leiðinni – forvarnarstarfi – ekki takmörkun á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Reynslan af i´slenskum sma´sölumarkaði hefur sýnt að aukið frelsi i´ verslunarrekstri stuðlar að kjarabo´tum fyrir neytendur – enda einkaaðilar betur til þess fallnir að stunda atvinnurekstur en hið opinbera. Hið opinbera ætti því ávallt að láta af rekstri sem einkaaðilar geta sinnt með hagkvæmari hætti. Aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi mun styðja hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum borgarinnar. Slík þróun myndi samræmast markmiðum aðalskipulags um sjálfbær hverfi og skapa hverfisvætt umhverfi daglegrar verslunar. Ég skora á þingmenn að tryggja aukið frelsi á áfengismarkaði svo einfalda megi leit fólks að algengri neysluvöru og efla borgarhverfin í átt að aukinni sjálfbærni.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar