Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:11 Brexit heldur áfram að kljúfa bresku þjóðina. Vísir/EPA Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings. Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar. Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna. Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið. Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings. Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar. Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna. Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið. Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15