Roky, eins og hann var kallaður, fæddist í Austin í Texas 15 júlí árið 1947, árið 1965 stofnaði hann The 13th Floor Elevators ásamt Stacy Sutherland, Benny Thurman, John Ike Walton og Tommy Hall. Roky lék á gítar og söng til ársins 1969.
Árin eftir Elevators voru stormasöm og glími Erickson bæði við andleg veikindi sem og fíkniefnadjöfulinn. Minna fór fyrir honum á seinni árum en Erickson tók þátt í tónlistarhátíðum og tók þátt í endurkomu Elevators á Levitation hátíðinni í Austin árið 2015.
Að neðan má heyra lag Erickson og The 13th Floor Elevators, Kingdom of Heaven.