Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 17:28 Fyrsti þristurinn í leiðangrinum lenti í gærkvöldi og flaug áfram til Skotlands í dag. Vísir/Vilhelm. Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15