Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Sjá meira
Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Sjá meira
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22