Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 07:15 Stephen Curry fagnar í nótt. Getty/ Steve Dykes Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019 NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira