Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 16:41 Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og er þegar hætt við flóðum. Með hækkandi sjávarstöðu gætu stór landsvæði þar sem milljónir búa horfið algerlega komi menn ekki böndum yfir losun sína á kolefni út í andrúmsloftið. Vísir/EPA Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun. Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun.
Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17