May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. maí 2019 18:00 Theresa May forsætisráðherra yfirgefur Downing Stræti 10. EPA/EFE Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi. Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38