May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. maí 2019 18:00 Theresa May forsætisráðherra yfirgefur Downing Stræti 10. EPA/EFE Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi. Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38