Væntingar um veður Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:00 Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun