„Milwaukee hatar Drake“ í fyrirsögn í staðarblaðinu í Milwaukee Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 23:00 Hvor er þjálfarinn? Drake og Nick Nurse á hliðarlínunni. Getty/Vaughn Ridley Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks. Toronto Raptors er tveimur sigrum frá því að komast í lokaúrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn þar sem meistarar Golden State Warriors bíða. Milwaukee Bucks vann tvo fyrstu leikina á sínum heimavelli en Toronto náði að nafna með tveimur sigurleikjum á sínum heimavelli.Drake v Bucks feud grows as Milwaukee turns its ire on rapper's courtside antics https://t.co/8MdHDcMkWN — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Þeir sem hafa séð leiki Toronto Raptors í úrslitakeppninni og þekkja ekki allt of vel til gætu ruglast á því hvor væri þjálfari liðsns, Drake eða þjálfarinn Nick Nurse. Drake stendur oftar en ekki á hliðarlínunni þar sem hann hvetur liðið sitt áfram, gefur leikmönnum fimmur og sást nú síðast nudda axlir þjálfarans í miðjum leik. Hann elskar sviðsljósið og myndavélarnar eru alltaf á honum. Stuðningsfólk Milwaukee Bucks var ekki mikið að pæla í látalátum Drake þegar lið þeirra var 2-0 yfir í einvíginu en eftir tvö töp í röð eru margir farnir að pirra sig út í hann. Það er einkum það þegar hann hló hátt þegar Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee Bucks, klikkaði á tveimur vítaskotum í síðasta leik. Það má sjá það hér fyrir neðan.Drake was the ultimate Raptors fan in Game 4 pic.twitter.com/N6QSHRV6cR — ESPN (@espn) May 22, 2019Í framhaldinu er Drake orðinn óvinsælasti maðurinn í Milwaukee og blöðin gera ekkert annað en að ýta undir þá ímynd af honum. „Milwaukee hatar Drake,“ stóð meðal annars í fyrirsögn Milwaukee Journal Sentinel og þar bætti blaðamaðurinn við: „Maður sem á ekkert í Toronto liðinu en fær engu að síður leyfi til að vera út um allt á vellinum.“ Í greininni er líka sagt frá því að stuðningsfólk Milwaukee Bucks er að reyna að fá tónlist Drake bannaða hjá útvarpsstöðvum á svæðinu. Leikur númer fimm er í kvöld og mun ráða miklu um það hvort liðið fer áfram. Að þessu sinni er leikið í Milwaukee og því ekki líklegt að Drake þori að láta sjá sig á hliðarlínunni.He couldn't contain his amusement! What got Drake so excited in the Toronto Raptors' latest #NBA game? Watch: https://t.co/el9wbuLq1npic.twitter.com/RJrNQUViO3 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks. Toronto Raptors er tveimur sigrum frá því að komast í lokaúrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn þar sem meistarar Golden State Warriors bíða. Milwaukee Bucks vann tvo fyrstu leikina á sínum heimavelli en Toronto náði að nafna með tveimur sigurleikjum á sínum heimavelli.Drake v Bucks feud grows as Milwaukee turns its ire on rapper's courtside antics https://t.co/8MdHDcMkWN — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Þeir sem hafa séð leiki Toronto Raptors í úrslitakeppninni og þekkja ekki allt of vel til gætu ruglast á því hvor væri þjálfari liðsns, Drake eða þjálfarinn Nick Nurse. Drake stendur oftar en ekki á hliðarlínunni þar sem hann hvetur liðið sitt áfram, gefur leikmönnum fimmur og sást nú síðast nudda axlir þjálfarans í miðjum leik. Hann elskar sviðsljósið og myndavélarnar eru alltaf á honum. Stuðningsfólk Milwaukee Bucks var ekki mikið að pæla í látalátum Drake þegar lið þeirra var 2-0 yfir í einvíginu en eftir tvö töp í röð eru margir farnir að pirra sig út í hann. Það er einkum það þegar hann hló hátt þegar Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee Bucks, klikkaði á tveimur vítaskotum í síðasta leik. Það má sjá það hér fyrir neðan.Drake was the ultimate Raptors fan in Game 4 pic.twitter.com/N6QSHRV6cR — ESPN (@espn) May 22, 2019Í framhaldinu er Drake orðinn óvinsælasti maðurinn í Milwaukee og blöðin gera ekkert annað en að ýta undir þá ímynd af honum. „Milwaukee hatar Drake,“ stóð meðal annars í fyrirsögn Milwaukee Journal Sentinel og þar bætti blaðamaðurinn við: „Maður sem á ekkert í Toronto liðinu en fær engu að síður leyfi til að vera út um allt á vellinum.“ Í greininni er líka sagt frá því að stuðningsfólk Milwaukee Bucks er að reyna að fá tónlist Drake bannaða hjá útvarpsstöðvum á svæðinu. Leikur númer fimm er í kvöld og mun ráða miklu um það hvort liðið fer áfram. Að þessu sinni er leikið í Milwaukee og því ekki líklegt að Drake þori að láta sjá sig á hliðarlínunni.He couldn't contain his amusement! What got Drake so excited in the Toronto Raptors' latest #NBA game? Watch: https://t.co/el9wbuLq1npic.twitter.com/RJrNQUViO3 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira