Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, sem er nú á mála hjá Al Arabi í Katar, vakti athygli á laginu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann hrósaði laginu í hástert.
KÁ/AKÁ - ÞORPIÐ MITT
Wow! Litla gæsahúdin stóri og @helgisaemundur
Er ekki frá thvi eg verdi ad taka sidasta árid thar sem madur á Heima https://t.co/II9NGsuKxu
— Aron Einar (@ronnimall) May 23, 2019
Aron Einar hrósar ekki bara laginu heldur segir hann einnig að hann sé ekki frá því að hann verði að taka eitt tímabil með Þórsurum áður en hann leggur skóna á hilluna.
Landsliðsfyrirliðinn er fæddur og uppalinn í Þorpinu og væri það risa stórt fyrir Þórsara endi Aron Einar þar en hann er með samning við Al Arabi til tveggja ára.