Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 23:30 Nancy Pelosi, Chuck Schumer og félagar úr Demókrataflokknum hyggjast standa í vegi fyrir Trump Getty/Bloomberg/ Alex Wong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07