Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 23:30 Nancy Pelosi, Chuck Schumer og félagar úr Demókrataflokknum hyggjast standa í vegi fyrir Trump Getty/Bloomberg/ Alex Wong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07