Kóalabirnir nú taldir vera svo gott sem útdauðir PK skrifar 24. maí 2019 06:00 Kóalabirnir eru af mörgum taldir einkennandi fyrir ástralskt dýralíf. Þessi kóalabjörn tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira