Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár.
Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum.
Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City.
Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn.
Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki.
Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid
Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og
heimastúlkur í AIK Fotboll.
Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.
Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:
Þrettán ára strákar (Fæddir 2006)
Atlético Madrid
Galatasaray
Rapid Wien
Inter Milan
PAOK
SC Heerenveen
PVF Academy (Víetnam)
Stromsgodset
KuPS
AIK Fotboll
Fjórtán ára strákar (Fæddir 2005)
Altinordu SK
PSV Eindhoven
Club Brugge
FC Barcelona
Paris Saint-Germain
Odense BK
SK Brann
FC Honka
FC Bayern München
AIK Fotboll
Fjórtán ára stelpur (Fæddar 2005)
Atlético Madrid
Crossfire Premier
EPS Finland
HJK Helsinki
Oslo Fotballkrets
Manchester City
Brondby IF
RCD Espanyol
Breiðablik (Íslandi)
AIK Fotboll