Ástin og lífið: Helgi Valur og Adanna ástfangin, nýgift og eiga von á barni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. maí 2019 09:00 Helgi Valur og Adenna giftu sig 13. maí síðastliðinn og á parið von á sínu fyrsta barni um miðjan september. Tónlistarmaðurinn Helgi Valur gekk nýverið í hnapphelduna og er sú heppna Adanna Chikodinaka Eziefula Londonmær. Adanna fæddist í Bretlandi en er ættuð frá Nigeríu og er af Igbo ættbálknum. Makamál náðu tali af Helga Val daginn eftir brúðkaupið og fengu að heyra allt um giftinguna, sambandið og ný ævintýri. Parið hittist í fyrsta skipti á English Pub í Reykjavík eftir að hafa „matchað“ á Tinder. Adanna var í vinnuferð á Íslandi og hafði vinkona hennar skráð hana á Tinder. Hún var frekar treg til að byrja að nota appið en lét þó tilleiðast. „Mér fannst mjög fyndið þegar ég fór með Adönnu í fjölskyldubrúðkaup í Englandi og hún var að segja fólki söguna af því þegar við kynntumst. Sagan var sögð allavega tuttugu sinnum, en aldrei minntist hún á Tinder.“Adanna og Helgi Valur kynntust á Tinder og voru í fjarsambandi í tvö ár.Þegar þau voru að kynnast þá lofaði Helgi Valur rómantískri norðurljósaferð og ætlaði að heilla hana upp úr skónum. Norðurljósin létu hins vegar ekki sjá sig stefnumótið því aðeins misheppnað. Helgi dó þó ekki ráðalaus og bauð henni þá heim til sín að horfa Frozen, nokkuð öruggari leið til að sjá norðurljósin. Þar sem Helgi Valur var búsettur á Íslandi og Adanna í Englandi fyrstu tvö árin var fjarsamband eini möguleikinn. Þegar söknuðurinn var hve mestur sendu þau lög á milli og hafa þau lög orðið að „þeirra lögum“ með tímanum. Í uppáhaldi eru lögin R U Mine og I wanna be yours með Arctic Monkeys. Hvað er það sem heillar þig mest við Adönnu?Fyrir utan það hversu falleg og kynþokkafull hún er þá heillar kímnigáfa hennar mig mest, það sem Bretinn kallar „banter.“ Við höfum alltaf átt auðvelt með að spjalla og grínast og svo er hún svo góðhjörtuð. Það á aldrei að vanmeta góðmennskuna. Þegar spurður hvort ólík móðurmál hafi orsakað einhverja samskiptaörðuleika eða flækjur segir hann svo ekki vera. Hann segist vera mjög góður í ensku og eina sem hann man eftir að hafa flaskað á er þegar hann segir chips um kartöfluflögur en ekki franskar kartöflur. Aftur á móti eru menningarflækjur eitthvað sem fer meira fyrir segir hann. „Ég vil vera stundvís en hún fashionably late.“Eitt af því sem heillaði Helga Val hvað mest við Adönnu var kímnigáfan.Hvað gerið þið til að rækta ástina?„Við reynum að tala um vandamálin og vinna sem teymi við að leysa þau. Höfum reglulega date-nights, gerum spotify playlista og kveikjum á kertum.“ Helgi Valur og Adanna giftu sig 13.maí á afmælisdegi Adönnu og var brúðkaupið lítið, látlaust réttarbrúðkaup svo að þau voru laus við allt stress sem fylgir svo oft brúðkaupsundirbúningnum. Helgi Valur fór í margar skartgripaverslanir til að finna rétta hringinn fyrir bónorðið og var fyrsta planið að syngja fyrir Adönnu lag og biðja hana um að taka það upp. Loka niðurstaðan varð þó önnur. Hann ákvað að semja ljóð og lesa fyrir hana. Ljóðið var að mestu upptalning af hlutum sem hann sjálfur elskar (Atlanta Hawks, Coca Cola, Turkish Pepper) og hlutum sem hann elskar í fari hennar. Eftir ljóðið kraup hann á hné en Adanna var þá frekar annars hugar og upptekin við tölvuna. „Hún sagði mér þó aftur og aftur hvað hún væri hrifin af ljóðinu.“ Loksins sá hún mig á hnjánum. Ég var með hringinn tilbúinn og spurði: „Will you marry me?“ Hún sagði ekki orð í smá stund. Það virtist heil eilífð. Svo þegar ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að segja neitt kom loksins svarið. „Yes I will“ Adanna og Helgi Valur eru dugleg að rækta ástina og eru reglulega með stefnumótakvöld þar sem þau kveikja á kertum og hlusta á tónlist.Hvernig var brúðkaupsdagurinn sjálfur?„Dagurinn var fullkominn. Sólin skein og við giftum okkur í ótrúlega fallegri byggingu sem heitir Islington Assembly. Foreldrar, systkyni og frændfólk Adönnu mætti og mín megin komu mamma og vinkonar hennar. Eftir athöfnina fórum við svo öll á Nígerískan veitingastað þar sem við glöddumst saman og spjölluðum.“ Morgungjöfin frá Helga til Adönnu var í frumlegri kantinum, hann færði henni miða á „bestu hljómsveit allra tíma“ Spice girls og vakti gjöfin mikla lukku. Þegar hann er spurður hvort að það hafi verið erfitt að finna réttu fötin fyrir brúðkaupið segist hann alfarið hafi látið það í hendur Adönnu sem hann segir hafa mjög gott auga fyrir fötum. „Ég held að við höfum eitt aðeins 100 pundum samtals í brúðkaupsfötin, svo að það er mjög vel sloppið.“ Það er óhætt að segja að hamingjan svífi yfir þessu nýgifta og ástfangna pari en eiga þau von á sínu fyrsta barni um miðjan september.Þetta er sennilega það mest spennandi verkefni sem ég hef tekist á við. Ég hef aldrei verið eins tilbúinn þó að það sé margt sem mér finnst ég þurfi að læra. En eitt veit ég fyrir víst að það verður enginn skortur á ást á okkar heimiliAlsæl á brúðkaupsdaginn 13. maí.Makamál þakka Helga Vali innilega fyrir gott spjall og óska þessum nýgiftu og rómantísku hjónum innilega til hamingju með þessa stóru áfanga í lífinu. Tímamót Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypan: Með meistaragráðu í að njóta lífsins Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Helgi Valur gekk nýverið í hnapphelduna og er sú heppna Adanna Chikodinaka Eziefula Londonmær. Adanna fæddist í Bretlandi en er ættuð frá Nigeríu og er af Igbo ættbálknum. Makamál náðu tali af Helga Val daginn eftir brúðkaupið og fengu að heyra allt um giftinguna, sambandið og ný ævintýri. Parið hittist í fyrsta skipti á English Pub í Reykjavík eftir að hafa „matchað“ á Tinder. Adanna var í vinnuferð á Íslandi og hafði vinkona hennar skráð hana á Tinder. Hún var frekar treg til að byrja að nota appið en lét þó tilleiðast. „Mér fannst mjög fyndið þegar ég fór með Adönnu í fjölskyldubrúðkaup í Englandi og hún var að segja fólki söguna af því þegar við kynntumst. Sagan var sögð allavega tuttugu sinnum, en aldrei minntist hún á Tinder.“Adanna og Helgi Valur kynntust á Tinder og voru í fjarsambandi í tvö ár.Þegar þau voru að kynnast þá lofaði Helgi Valur rómantískri norðurljósaferð og ætlaði að heilla hana upp úr skónum. Norðurljósin létu hins vegar ekki sjá sig stefnumótið því aðeins misheppnað. Helgi dó þó ekki ráðalaus og bauð henni þá heim til sín að horfa Frozen, nokkuð öruggari leið til að sjá norðurljósin. Þar sem Helgi Valur var búsettur á Íslandi og Adanna í Englandi fyrstu tvö árin var fjarsamband eini möguleikinn. Þegar söknuðurinn var hve mestur sendu þau lög á milli og hafa þau lög orðið að „þeirra lögum“ með tímanum. Í uppáhaldi eru lögin R U Mine og I wanna be yours með Arctic Monkeys. Hvað er það sem heillar þig mest við Adönnu?Fyrir utan það hversu falleg og kynþokkafull hún er þá heillar kímnigáfa hennar mig mest, það sem Bretinn kallar „banter.“ Við höfum alltaf átt auðvelt með að spjalla og grínast og svo er hún svo góðhjörtuð. Það á aldrei að vanmeta góðmennskuna. Þegar spurður hvort ólík móðurmál hafi orsakað einhverja samskiptaörðuleika eða flækjur segir hann svo ekki vera. Hann segist vera mjög góður í ensku og eina sem hann man eftir að hafa flaskað á er þegar hann segir chips um kartöfluflögur en ekki franskar kartöflur. Aftur á móti eru menningarflækjur eitthvað sem fer meira fyrir segir hann. „Ég vil vera stundvís en hún fashionably late.“Eitt af því sem heillaði Helga Val hvað mest við Adönnu var kímnigáfan.Hvað gerið þið til að rækta ástina?„Við reynum að tala um vandamálin og vinna sem teymi við að leysa þau. Höfum reglulega date-nights, gerum spotify playlista og kveikjum á kertum.“ Helgi Valur og Adanna giftu sig 13.maí á afmælisdegi Adönnu og var brúðkaupið lítið, látlaust réttarbrúðkaup svo að þau voru laus við allt stress sem fylgir svo oft brúðkaupsundirbúningnum. Helgi Valur fór í margar skartgripaverslanir til að finna rétta hringinn fyrir bónorðið og var fyrsta planið að syngja fyrir Adönnu lag og biðja hana um að taka það upp. Loka niðurstaðan varð þó önnur. Hann ákvað að semja ljóð og lesa fyrir hana. Ljóðið var að mestu upptalning af hlutum sem hann sjálfur elskar (Atlanta Hawks, Coca Cola, Turkish Pepper) og hlutum sem hann elskar í fari hennar. Eftir ljóðið kraup hann á hné en Adanna var þá frekar annars hugar og upptekin við tölvuna. „Hún sagði mér þó aftur og aftur hvað hún væri hrifin af ljóðinu.“ Loksins sá hún mig á hnjánum. Ég var með hringinn tilbúinn og spurði: „Will you marry me?“ Hún sagði ekki orð í smá stund. Það virtist heil eilífð. Svo þegar ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að segja neitt kom loksins svarið. „Yes I will“ Adanna og Helgi Valur eru dugleg að rækta ástina og eru reglulega með stefnumótakvöld þar sem þau kveikja á kertum og hlusta á tónlist.Hvernig var brúðkaupsdagurinn sjálfur?„Dagurinn var fullkominn. Sólin skein og við giftum okkur í ótrúlega fallegri byggingu sem heitir Islington Assembly. Foreldrar, systkyni og frændfólk Adönnu mætti og mín megin komu mamma og vinkonar hennar. Eftir athöfnina fórum við svo öll á Nígerískan veitingastað þar sem við glöddumst saman og spjölluðum.“ Morgungjöfin frá Helga til Adönnu var í frumlegri kantinum, hann færði henni miða á „bestu hljómsveit allra tíma“ Spice girls og vakti gjöfin mikla lukku. Þegar hann er spurður hvort að það hafi verið erfitt að finna réttu fötin fyrir brúðkaupið segist hann alfarið hafi látið það í hendur Adönnu sem hann segir hafa mjög gott auga fyrir fötum. „Ég held að við höfum eitt aðeins 100 pundum samtals í brúðkaupsfötin, svo að það er mjög vel sloppið.“ Það er óhætt að segja að hamingjan svífi yfir þessu nýgifta og ástfangna pari en eiga þau von á sínu fyrsta barni um miðjan september.Þetta er sennilega það mest spennandi verkefni sem ég hef tekist á við. Ég hef aldrei verið eins tilbúinn þó að það sé margt sem mér finnst ég þurfi að læra. En eitt veit ég fyrir víst að það verður enginn skortur á ást á okkar heimiliAlsæl á brúðkaupsdaginn 13. maí.Makamál þakka Helga Vali innilega fyrir gott spjall og óska þessum nýgiftu og rómantísku hjónum innilega til hamingju með þessa stóru áfanga í lífinu.
Tímamót Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypan: Með meistaragráðu í að njóta lífsins Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira