„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 20:44 Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag.Landsréttur úrskurðaði að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar, TF-GPA, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem WOW air skuldaði Isavia. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC sagði að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.VísirSveinbjörn Indriðason starfandi framkvæmdastjóri Isavia sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri mikill léttir að Landsréttur hafi fallist „í öllum atriðum“ á sjónarmið Isavia í málinu. Boltinn sé nú hjá ALC varðandi framhaldið. „Við höfum ítrekað, síðustu vikunnar, bent bæði lögmönnum ALC og eins líka forráðamönnum ALC á þann möguleika að leggja fram bankatryggingu fyrir heildarskuldinni. Við erum ekki að fara fram á það að fá peningana greidda inn á bankareikning,“ sagði Sveinbjörn. „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst.“ Inntur eftir því hvort að málið hafi legið þungt á fyrirtækinu sagði Sveinbjörn að fullvissa um ákvæði í loftferðalögum um kyrrsetningu flugvéla, sem Isavia beitti fyrir sig í málinu, vegi þar þyngst. „Það sem hefur legið þungt á okkur er það að það hefur verið ákveðin óvissa um beitingu ákvæðisins. Við höfum beitt þessu ákvæði áður og talið okkur vera í fullum rétti að gera það. Og hér erum við komin með staðfestingu á að við höfum verið að beita ákvæðinu með réttum hætti.“Viðtalið við Sveinbjörn og frétt Stöðvar 2 um málið má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag.Landsréttur úrskurðaði að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar, TF-GPA, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem WOW air skuldaði Isavia. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC sagði að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.VísirSveinbjörn Indriðason starfandi framkvæmdastjóri Isavia sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri mikill léttir að Landsréttur hafi fallist „í öllum atriðum“ á sjónarmið Isavia í málinu. Boltinn sé nú hjá ALC varðandi framhaldið. „Við höfum ítrekað, síðustu vikunnar, bent bæði lögmönnum ALC og eins líka forráðamönnum ALC á þann möguleika að leggja fram bankatryggingu fyrir heildarskuldinni. Við erum ekki að fara fram á það að fá peningana greidda inn á bankareikning,“ sagði Sveinbjörn. „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst.“ Inntur eftir því hvort að málið hafi legið þungt á fyrirtækinu sagði Sveinbjörn að fullvissa um ákvæði í loftferðalögum um kyrrsetningu flugvéla, sem Isavia beitti fyrir sig í málinu, vegi þar þyngst. „Það sem hefur legið þungt á okkur er það að það hefur verið ákveðin óvissa um beitingu ákvæðisins. Við höfum beitt þessu ákvæði áður og talið okkur vera í fullum rétti að gera það. Og hér erum við komin með staðfestingu á að við höfum verið að beita ákvæðinu með réttum hætti.“Viðtalið við Sveinbjörn og frétt Stöðvar 2 um málið má horfa á í spilaranum efst í fréttinni.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25