Ræðusnilld Óttar Guðmundsson skrifar 25. maí 2019 09:00 Mannkynssagan geymir nöfn nokkurra afburða ræðusnillinga. Í Grikklandi hinu forna voru heimspeki og orðsnilld samofin þar sem Demosþenes bar af öðrum ræðumönnum. Sagt var að hann gæti með mælsku sinni og skarpri rökhugsun flutt fjöll úr stað. Íslendingar hafa ekki átt mikla ræðuskörunga síðan Þorgeir Ljósvetningagoði flutti kristnitökuræðu sína árið 1000 og Jón Steingrímsson stöðvaði Skaftárelda með orðkynngi sinni. Nú berast hins vegar fréttir frá Alþingi um óvenju snjalla ræðumennsku. Þingmenn Miðflokksins hafa á undanförnum sólarhringum talað þindarlaust og oft blaðlaust á Alþingi um þriðja orkupakkann. Þessir menn höfðu áður í hinu svokallaða Klausturmáli vakið athygli fyrir kjarnyrta og snjalla málnotkun. Á löngum næturfundum Alþingis virðast þeir innblásnir af heilögum anda eldklerksins. Því miður virðist þessi mikla snilld vera að ganga yfir eins og rigningarskúr sem enginn tekur eftir. Miðflokksmenn hafa haldið eldræður sínar fyrir galtómum þingsal. Skorinorður og meitlaður málflutningur hefur svifið út í tómið án þess að nokkurt mannlegt eyra næmi snilldina. Það er krafa allra landsmanna að ræðurnar verði gefnar út á prenti og sem hljóðbækur sem námsefni í skólum. Æska landsins þarf að læra að koma fyrir sig orði og nota íslenskuna eins og hún á skilið. Brottfallið úr skólunum mundi kannski aukast en það skiptir engu í þessu samhengi. Með hljóðbókunum mætti bæta svefn landsmanna og minnka sívaxandi svefnlyfjanotkun. Þessar bækur mætti nota í íslenskukennslu fyrir útlendinga til að minnka straum hælisleitenda til landsins. Hljóðbækurnar eru tilvalin tækifærisgjöf til Íslendinga í útlöndum. Þessi sögulegu menningarverðmæti mega ekki glatast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mannkynssagan geymir nöfn nokkurra afburða ræðusnillinga. Í Grikklandi hinu forna voru heimspeki og orðsnilld samofin þar sem Demosþenes bar af öðrum ræðumönnum. Sagt var að hann gæti með mælsku sinni og skarpri rökhugsun flutt fjöll úr stað. Íslendingar hafa ekki átt mikla ræðuskörunga síðan Þorgeir Ljósvetningagoði flutti kristnitökuræðu sína árið 1000 og Jón Steingrímsson stöðvaði Skaftárelda með orðkynngi sinni. Nú berast hins vegar fréttir frá Alþingi um óvenju snjalla ræðumennsku. Þingmenn Miðflokksins hafa á undanförnum sólarhringum talað þindarlaust og oft blaðlaust á Alþingi um þriðja orkupakkann. Þessir menn höfðu áður í hinu svokallaða Klausturmáli vakið athygli fyrir kjarnyrta og snjalla málnotkun. Á löngum næturfundum Alþingis virðast þeir innblásnir af heilögum anda eldklerksins. Því miður virðist þessi mikla snilld vera að ganga yfir eins og rigningarskúr sem enginn tekur eftir. Miðflokksmenn hafa haldið eldræður sínar fyrir galtómum þingsal. Skorinorður og meitlaður málflutningur hefur svifið út í tómið án þess að nokkurt mannlegt eyra næmi snilldina. Það er krafa allra landsmanna að ræðurnar verði gefnar út á prenti og sem hljóðbækur sem námsefni í skólum. Æska landsins þarf að læra að koma fyrir sig orði og nota íslenskuna eins og hún á skilið. Brottfallið úr skólunum mundi kannski aukast en það skiptir engu í þessu samhengi. Með hljóðbókunum mætti bæta svefn landsmanna og minnka sívaxandi svefnlyfjanotkun. Þessar bækur mætti nota í íslenskukennslu fyrir útlendinga til að minnka straum hælisleitenda til landsins. Hljóðbækurnar eru tilvalin tækifærisgjöf til Íslendinga í útlöndum. Þessi sögulegu menningarverðmæti mega ekki glatast.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar