Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2019 08:55 Heimsókn Trump í Japan hófst á golfhring með Abe forsætisráðherra. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur tekið upp hanskann fyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Lýsir hann nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ og lofar þá fyrir að gera lítið úr Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegum andstæðingi Trump í forsetakosningum næsta árs. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fordæmdi nýlegar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump virtist vísa þeim áhyggjum á bug í tísti sem hann sendi frá sér skömmu eftir að hann kom í opinbera heimsókn til Japans. Gestgjafi hans, Shinzo Abe, forsætisráðherra, hafði einnig lýst áhyggjum af vopnabrölti Norður-Kóreumanna í síðustu viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Norður-Kórea skaut nokkrum litlum vopnum, sem hafa valdið einhverju af fólkinu mínu áhyggjum, en ekki mér. Ég hef trú á því að Kim formaður muni halda loforð sitt til mín,“ tísti Bandaríkjaforseti.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that's sending me a signal?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Fyrr á þessu ári fríaði Trump Kim ábyrgð á meðferðinni á Otto Warmbier, bandarískum námsmanni, sem var fangelsaður í Norður-Kóreu. Warmbier lést skömmu eftir að honum var sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna en hann var þá í dái vegna alvarlegs heilaskaða sem hann hafði orðið fyrir í haldi stjórnvalda í Pjongjang. „Ég trúi ekki að hann [Kim] hefði leyft þessu að gerast. Það var ekki í hans hag. Þessi fangelsi eru erfið, erfiðir staðir og slæmir hlutir gerast. En ég trúi því í rauninni ekki að hann, ég trúi ekki að hann hafi vitað af því,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Kim í Víetnam þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða Warmbier. Í tísti sínu í dag lýsti Bandaríkjaforseti einnig ánægju með að norðurkóresk stjórnvöld hefðu látið fúkyrðum rigna yfir Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden er talinn líklegur til sigurs í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. „Ég brosti líka þegar hann kallaði mýrarmanninn Joe Biden einstakling með lága greindarvísitölu, og verra. Kannski er það að senda mér skilaboð?“ tísti Trump en í upphaflegri útgáfu þess stafsetti forsetinn ættarnafn Biden rangt. Ekki er ljóst hvað hann átti við með skilaboðin sem Kim gæti verið að senda honum. Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur tekið upp hanskann fyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Lýsir hann nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ og lofar þá fyrir að gera lítið úr Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegum andstæðingi Trump í forsetakosningum næsta árs. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fordæmdi nýlegar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump virtist vísa þeim áhyggjum á bug í tísti sem hann sendi frá sér skömmu eftir að hann kom í opinbera heimsókn til Japans. Gestgjafi hans, Shinzo Abe, forsætisráðherra, hafði einnig lýst áhyggjum af vopnabrölti Norður-Kóreumanna í síðustu viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Norður-Kórea skaut nokkrum litlum vopnum, sem hafa valdið einhverju af fólkinu mínu áhyggjum, en ekki mér. Ég hef trú á því að Kim formaður muni halda loforð sitt til mín,“ tísti Bandaríkjaforseti.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that's sending me a signal?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Fyrr á þessu ári fríaði Trump Kim ábyrgð á meðferðinni á Otto Warmbier, bandarískum námsmanni, sem var fangelsaður í Norður-Kóreu. Warmbier lést skömmu eftir að honum var sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna en hann var þá í dái vegna alvarlegs heilaskaða sem hann hafði orðið fyrir í haldi stjórnvalda í Pjongjang. „Ég trúi ekki að hann [Kim] hefði leyft þessu að gerast. Það var ekki í hans hag. Þessi fangelsi eru erfið, erfiðir staðir og slæmir hlutir gerast. En ég trúi því í rauninni ekki að hann, ég trúi ekki að hann hafi vitað af því,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Kim í Víetnam þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða Warmbier. Í tísti sínu í dag lýsti Bandaríkjaforseti einnig ánægju með að norðurkóresk stjórnvöld hefðu látið fúkyrðum rigna yfir Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden er talinn líklegur til sigurs í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. „Ég brosti líka þegar hann kallaði mýrarmanninn Joe Biden einstakling með lága greindarvísitölu, og verra. Kannski er það að senda mér skilaboð?“ tísti Trump en í upphaflegri útgáfu þess stafsetti forsetinn ættarnafn Biden rangt. Ekki er ljóst hvað hann átti við með skilaboðin sem Kim gæti verið að senda honum.
Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04