Úthlutað úr barnamenningarsjóði í fyrsta sinn í dag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 20:00 Þrjátíu og sex styrkir voru veittir en 108 umsóknir bárust. Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún. Börn og uppeldi Menning Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún.
Börn og uppeldi Menning Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira