Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti ketti í sveitum landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 19:00 Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Dýr Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
Dýr Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira