Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:15 Nían, eins og Hegningarhúsið var kallað meðal þeirra sem þar dvöldu, var tekin úr notkun 1. júní 2016 og bíður yfirhalningar. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira