Verri byrjun en hjá öllum öðrum Íslandsmeisturum síðan farið var að gefa þrjú stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 13:00 Andri Rafn Yeoman skorar sigurmark Blika á móti Val. Vísir/Vilhelm Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti