Jóhann verður forstjóri Íslenskra verðbréfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2019 10:18 Jóhann M. Ólafsson, nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa Íslensk Verðbréf Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. Hann tekur við af Jóni Helga Péturssyni sem verður aðstoðarforstjóri. Á vef Íslenskra verðbréfa segir jafnframt að nýtt skipurit hafi verið samþykkt fyrir félagið og verða tekjusviðin fjögur; eignastýring, miðlun, sérhæfðar fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. Þessar hræringar tengjast kaupum Íslenskra verðbréfa á Viðskiptahúsinu, sem fyrst var greint frá undir lok síðasta árs. Öll skilyrði fyrir kaupunum eru nú uppfyllt og segjast Íslensk verðbréf hafa gengið frá viðskiptunum í samræmi við kaupsamning sem gerður var í desember síðastliðinn. Kaupin eru sögð ná til allra félaga innan samstæðu Viðskiptahússins sem sinna ráðgjöf og þjónustu, einkum í sjávarútvegi og tengdum greinum. Íslensk verðbréf er eignastýringafyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri og 18 starfsmenn. Viðskiptahúsið hefur frá árinu 1999 sérhæft sig í ráðgjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Starfsstöð Viðskiptahússins er í Kópavogi og eru starfsmenn átta talsins. Haft er eftir Sigurði Atla Jónssyni, stjórnarformanni Íslenskra verðbréfa, að markmiðið með kaupunum sé að skapa sérhæft fjármálafyrirtæki í eignastýringu, miðlun og ráðgjöf með sérstöðu í staðsetningu utan höfuðborgarsvæðisins og atvinnulífssérhæfingu. „Kaupin hafa í för með sér góðan ávinning fyrir landsbyggðirnar, viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa,“ segir Sigurður Atli. Markaðir Vistaskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Jóhann M. Ólafsson, forstjóri og stofnandi Viðskiptahússins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslenskra verðbréfa. Hann tekur við af Jóni Helga Péturssyni sem verður aðstoðarforstjóri. Á vef Íslenskra verðbréfa segir jafnframt að nýtt skipurit hafi verið samþykkt fyrir félagið og verða tekjusviðin fjögur; eignastýring, miðlun, sérhæfðar fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. Þessar hræringar tengjast kaupum Íslenskra verðbréfa á Viðskiptahúsinu, sem fyrst var greint frá undir lok síðasta árs. Öll skilyrði fyrir kaupunum eru nú uppfyllt og segjast Íslensk verðbréf hafa gengið frá viðskiptunum í samræmi við kaupsamning sem gerður var í desember síðastliðinn. Kaupin eru sögð ná til allra félaga innan samstæðu Viðskiptahússins sem sinna ráðgjöf og þjónustu, einkum í sjávarútvegi og tengdum greinum. Íslensk verðbréf er eignastýringafyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri og 18 starfsmenn. Viðskiptahúsið hefur frá árinu 1999 sérhæft sig í ráðgjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Starfsstöð Viðskiptahússins er í Kópavogi og eru starfsmenn átta talsins. Haft er eftir Sigurði Atla Jónssyni, stjórnarformanni Íslenskra verðbréfa, að markmiðið með kaupunum sé að skapa sérhæft fjármálafyrirtæki í eignastýringu, miðlun og ráðgjöf með sérstöðu í staðsetningu utan höfuðborgarsvæðisins og atvinnulífssérhæfingu. „Kaupin hafa í för með sér góðan ávinning fyrir landsbyggðirnar, viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa,“ segir Sigurður Atli.
Markaðir Vistaskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira