Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 0-1 | Grænir tóku Suðurnesjaslaginn í framlengingu Gabríel Sighvatsson skrifar 28. maí 2019 22:45 Njarðvíkingar höfðu betur í Reykjanesbæjarslagnum vísir Keflavík tók á móti Njarðvík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Liðin höfðu mæst nokkrum dögum áður í Inkasso deildinni þar sem niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Leikurinn í kvöld bauð upp á svipað þema. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og herjuðu á heimamenn fyrstu 20 mínúturnar en eftir það datt leikurinn svolítið niður, bæði lið fengu sín færi en ekkert mark í fyrri hálfleik. Í þeim seinni var jafnræði með liðunum og bæði lið fengu dauðafæri til að skora sigurmark á einhverjum tímapunkti í seinni hálfleik. Enn var markalaust eftir 90 mínútur og því þurfti að grípa til framlengingar en þar náði Njarðvík að pota inn marki. Kenneth Hogg átti þá „misheppnaða” fyrirgjöf sem Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður Keflavíkur, misreiknaði og boltinn yfir hann og í netið. Áður en markið kom höfðu liðin spilað næstum 200 mínútur samfleytt án þess að skora mark gegn hvoru öðru. Meira var ekki skorað og Njarðvík vinnur sögulegan sigur og fer áfram í 8-liða úrslit.Af hverju vann Njarðvík?Það er erfitt að útskýra af hverju Njarðvík vann frekar en Keflavík. Bæði lið áttu sigurinn skilið og að lokum var það heppnismark sem skildi liðin að. Þetta var hörkuleikur frá byrjun til enda og bæði lið gáfu allt sitt í leikinn en að lokum standa Njarðvíkingar uppi sem sigurvegarar.Hvað gekk illa?Færanýtingin í þessum leik var hreint út sagt skelfileg. Þessi leikur hefði alveg eins getað farið 3-3. En þökk sé mörgum misnotuðum færum og frammistöðu markmannanna tveggja var aðeins 1 mark skorað í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Sindri Kristinn Ólafsson var frábær í marki Keflavíkur allan leikinn og hélt þeim inni í leiknum í seinni hálfleik. Spilaði framlenginguna hálfmeiddur og kannski háði það honum í marki Njarðvíkur. Brynjar Atli Bragason átti líka frábæran leik og bjargaði liði sínu tvisvar á lokamínútum venjulegs leiktíma og hefur hann ásamt vörn liðsins haldið hreinu í 210+ mínútur gegn Keflavík.Hvað gerist næst?Njarðvíkingar uppskera sætan sigur og fara áfram í 8-liða úrslitin, Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið og er ljóst að þetta tap mun svíða í dágóðan tíma.Brynjar Atli: Sýndum hvað í okkur býr „Þetta er klárlega skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Undirbúningurinn var góður, tveir leikir á móti Keflavík á stuttum tíma. Þetta gerist ekki mikið betra.” sagði Brynjar Atli Bragason, maður leiksins og markmaður Njarðvíkur, eftir baráttusigur gegn erkiféndunum í Keflavík. Brynjar Atli sagði að þessi sigur skipti gífurlega miklu máli fyrir liðið og áhangendur liðsins. „Það er búinn að vera kýtingur milli strákanna í Keflavík og okkar. Þeir halda að þeir hafa verið með yfirhöndina en við sýndum bara hvað í okkur býr. Undirbúningurinn skilaði sér mjög vel.” Liðunum gekk illa að skora í leiknum og liðu 200 mínútur yfir tvo leiki áður en liðinu tókst að brjóta ísinn. „Held þetta hafi verið sama stress og í síðasta leik. Við erum búnir að hugsa um þennan leik síðan í fyrra þegar við héldum okkur uppi og Keflavík datt niður. Það er búinn að vera mikill spenningur. Varnarleikurinn báðum megin var mjög góður.” „Við vorum allir frábærir. Eftir að Toni (Tipuric) handleggsbrotnaði - held ég - þá kom Atli (Geir Gunnarsson) flottur inn, stöðvaði framherjann þeirra mjög vel. Við gerðum þetta saman og það er það sem við stöndum fyrir,” sagði Brynjar að lokum.Rafn Markús: Erum að toppa okkurRafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var himinlifandi með sigur liðsins. „Þetta var frábær sigur. Við erum að toppa okkur trekk í trekk. Við erum að vinna okkur upp deildarkeppnirnar og erum komnir í 8-liða úrslit í bikar sem er frábært. Við erum feykilega stoltir.” sagði Rafn og ekki sakaði fyrir að Keflavík var mótherjinn. „Það gerir það enn sætara. Við börðumst við þá líka á fimmtudaginn í jöfnum leik. Í dag var leikurinn opnari og við erum ofan á í því með þessu frábæra marki frá Kennie (Hogg).” Leikurinn var opinn og bæði lið fengu færi til að skora en inn vildi boltinn ekki. „Ótrúlegt að boltinn fór ekki inn, hvorki hjá okkur né hjá þeim, fyrr. Öll þessi færi og allar þessar bjarganir út um allt.” „Ég veit ekki hvort við eigum að horfa á það jákvætt eða neikvætt. Það jákvæða við það er að halda hreinu svona lengi, tvo leiki í röð, í 210 mínútur en að sama skapi neikvætt að skora ekki. En við erum sáttir, við tókum gott stig heima um daginn og núna frábæran sigur. Við áttum mjög góð færi í leiknum sem við náum ekki að nýta en þetta var opinn leikur.” Kenneth Hogg skoraði eina mark leiksins í upphafi framlengingarinnar þegar hann reyndi fyrirfjöf sem endaði að lokum í netinu. „Sindri meiddist í leiknum og hann var á öðrum fætinum og við nýttum okkur það að koma boltanum í áttina að markinu og þarna kannski klikkaði fóturinn á honum.” Toni Tipuric er lykilmaður í liði Njarðvíkur en hann þurfti að fara af velli í kvöld vegna meiðsla og virðast þau vera alvarleg, sem er áfall fyrir Njarðvík. „Þetta leit frekar illa út. Mér sýnist hann vera úlnliðsbrotinn. Það er eitthvað sem er vont fyrir okkar lið, hann hefur verið feykilega öflugur. Við þurfum að skoða hversu lengi hann verður frá, hvers lags brotið er. Ég veit ekki hvert framhaldið er, hvort hann þurfi aðgerð. Vonandi kemst hann sem fyrst inn a völlinn, fyrir hann sjálfan og fyrir okkur.”Eysteinn Húni: Bara eins og hver annar leikurEysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, var hrikalega svekktur með tapið í kvöld. „Við erum fyrst og fremst svekktir yfir að hafa klúðrað góðu tækifæri á að komast í 8-liða úrslit í bikarnum. Við höfum ekki farið svona langt í bikar, þó að þetta sé ekki stórglæsilegur árangur, í nokkur ár. Það reyndi á dýptina í leikmannahópnum hjá okkur núna. Við erum með 3 mjög sterka leikmenn utan hóps. Nokkrir strákar fengu tækifæri, tveir 17 ára í byrjunarliðinu, þeir stóðu sig ekkert illa. Þetta var stöngin út í dag.” „Bæði lið fengu fullt af færum og það var bara eins og í leiknum um daginn, þá vorum við með fleiri færi, þeir voru kannski með betri færi í dag. Þetta snýst um að koma honum í markið og það var skrautlegt þegar það loksins kom.” Eysteinn Húni hélt áfram og hrósaði andstæðingnum. „Þetta fer bara í reynslubankann hjá okkur. Njarðvík er búið að sanna sig sem lið í Inkasso deildinni. Þetta er bara eins og hver annar leikur, þeir áttu sigurinn skilið og ég óska þeim til hamingju með hann og góðs gengis í 8-liða úrslitunum.” Frammistaðan var fín hjá liðinu en Eysteini fannst vanta smá í liðið. „Það vantaði gæði. Til þess að vinna þennan leik þurftum við meiri gæði fótboltalega séð heldur en við sýndum. Mér finnst þessi hópur eiga meiri gæði en við sýndum í dag en stundum nærðu ekki öllu fram. Eins og ég segi við treystum nokkrum strákum til að taka sæti í liðinu í dag. Það sem við gerðum var ekki nóg til að vinna leikinn.” En það hlítur að svíða aðeins meira að tapa fyrir nágrönnunum í Njarðvík? „Ekki fyrir mig. Við erum bara dottnir út úr bikar, skiptir engu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir Njarðvíkur liðinu og við töpuðum bara fyrir liði sem gerði aðeins betur en við í dag.” Mjólkurbikarinn
Keflavík tók á móti Njarðvík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Liðin höfðu mæst nokkrum dögum áður í Inkasso deildinni þar sem niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Leikurinn í kvöld bauð upp á svipað þema. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og herjuðu á heimamenn fyrstu 20 mínúturnar en eftir það datt leikurinn svolítið niður, bæði lið fengu sín færi en ekkert mark í fyrri hálfleik. Í þeim seinni var jafnræði með liðunum og bæði lið fengu dauðafæri til að skora sigurmark á einhverjum tímapunkti í seinni hálfleik. Enn var markalaust eftir 90 mínútur og því þurfti að grípa til framlengingar en þar náði Njarðvík að pota inn marki. Kenneth Hogg átti þá „misheppnaða” fyrirgjöf sem Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður Keflavíkur, misreiknaði og boltinn yfir hann og í netið. Áður en markið kom höfðu liðin spilað næstum 200 mínútur samfleytt án þess að skora mark gegn hvoru öðru. Meira var ekki skorað og Njarðvík vinnur sögulegan sigur og fer áfram í 8-liða úrslit.Af hverju vann Njarðvík?Það er erfitt að útskýra af hverju Njarðvík vann frekar en Keflavík. Bæði lið áttu sigurinn skilið og að lokum var það heppnismark sem skildi liðin að. Þetta var hörkuleikur frá byrjun til enda og bæði lið gáfu allt sitt í leikinn en að lokum standa Njarðvíkingar uppi sem sigurvegarar.Hvað gekk illa?Færanýtingin í þessum leik var hreint út sagt skelfileg. Þessi leikur hefði alveg eins getað farið 3-3. En þökk sé mörgum misnotuðum færum og frammistöðu markmannanna tveggja var aðeins 1 mark skorað í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Sindri Kristinn Ólafsson var frábær í marki Keflavíkur allan leikinn og hélt þeim inni í leiknum í seinni hálfleik. Spilaði framlenginguna hálfmeiddur og kannski háði það honum í marki Njarðvíkur. Brynjar Atli Bragason átti líka frábæran leik og bjargaði liði sínu tvisvar á lokamínútum venjulegs leiktíma og hefur hann ásamt vörn liðsins haldið hreinu í 210+ mínútur gegn Keflavík.Hvað gerist næst?Njarðvíkingar uppskera sætan sigur og fara áfram í 8-liða úrslitin, Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið og er ljóst að þetta tap mun svíða í dágóðan tíma.Brynjar Atli: Sýndum hvað í okkur býr „Þetta er klárlega skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Undirbúningurinn var góður, tveir leikir á móti Keflavík á stuttum tíma. Þetta gerist ekki mikið betra.” sagði Brynjar Atli Bragason, maður leiksins og markmaður Njarðvíkur, eftir baráttusigur gegn erkiféndunum í Keflavík. Brynjar Atli sagði að þessi sigur skipti gífurlega miklu máli fyrir liðið og áhangendur liðsins. „Það er búinn að vera kýtingur milli strákanna í Keflavík og okkar. Þeir halda að þeir hafa verið með yfirhöndina en við sýndum bara hvað í okkur býr. Undirbúningurinn skilaði sér mjög vel.” Liðunum gekk illa að skora í leiknum og liðu 200 mínútur yfir tvo leiki áður en liðinu tókst að brjóta ísinn. „Held þetta hafi verið sama stress og í síðasta leik. Við erum búnir að hugsa um þennan leik síðan í fyrra þegar við héldum okkur uppi og Keflavík datt niður. Það er búinn að vera mikill spenningur. Varnarleikurinn báðum megin var mjög góður.” „Við vorum allir frábærir. Eftir að Toni (Tipuric) handleggsbrotnaði - held ég - þá kom Atli (Geir Gunnarsson) flottur inn, stöðvaði framherjann þeirra mjög vel. Við gerðum þetta saman og það er það sem við stöndum fyrir,” sagði Brynjar að lokum.Rafn Markús: Erum að toppa okkurRafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var himinlifandi með sigur liðsins. „Þetta var frábær sigur. Við erum að toppa okkur trekk í trekk. Við erum að vinna okkur upp deildarkeppnirnar og erum komnir í 8-liða úrslit í bikar sem er frábært. Við erum feykilega stoltir.” sagði Rafn og ekki sakaði fyrir að Keflavík var mótherjinn. „Það gerir það enn sætara. Við börðumst við þá líka á fimmtudaginn í jöfnum leik. Í dag var leikurinn opnari og við erum ofan á í því með þessu frábæra marki frá Kennie (Hogg).” Leikurinn var opinn og bæði lið fengu færi til að skora en inn vildi boltinn ekki. „Ótrúlegt að boltinn fór ekki inn, hvorki hjá okkur né hjá þeim, fyrr. Öll þessi færi og allar þessar bjarganir út um allt.” „Ég veit ekki hvort við eigum að horfa á það jákvætt eða neikvætt. Það jákvæða við það er að halda hreinu svona lengi, tvo leiki í röð, í 210 mínútur en að sama skapi neikvætt að skora ekki. En við erum sáttir, við tókum gott stig heima um daginn og núna frábæran sigur. Við áttum mjög góð færi í leiknum sem við náum ekki að nýta en þetta var opinn leikur.” Kenneth Hogg skoraði eina mark leiksins í upphafi framlengingarinnar þegar hann reyndi fyrirfjöf sem endaði að lokum í netinu. „Sindri meiddist í leiknum og hann var á öðrum fætinum og við nýttum okkur það að koma boltanum í áttina að markinu og þarna kannski klikkaði fóturinn á honum.” Toni Tipuric er lykilmaður í liði Njarðvíkur en hann þurfti að fara af velli í kvöld vegna meiðsla og virðast þau vera alvarleg, sem er áfall fyrir Njarðvík. „Þetta leit frekar illa út. Mér sýnist hann vera úlnliðsbrotinn. Það er eitthvað sem er vont fyrir okkar lið, hann hefur verið feykilega öflugur. Við þurfum að skoða hversu lengi hann verður frá, hvers lags brotið er. Ég veit ekki hvert framhaldið er, hvort hann þurfi aðgerð. Vonandi kemst hann sem fyrst inn a völlinn, fyrir hann sjálfan og fyrir okkur.”Eysteinn Húni: Bara eins og hver annar leikurEysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, var hrikalega svekktur með tapið í kvöld. „Við erum fyrst og fremst svekktir yfir að hafa klúðrað góðu tækifæri á að komast í 8-liða úrslit í bikarnum. Við höfum ekki farið svona langt í bikar, þó að þetta sé ekki stórglæsilegur árangur, í nokkur ár. Það reyndi á dýptina í leikmannahópnum hjá okkur núna. Við erum með 3 mjög sterka leikmenn utan hóps. Nokkrir strákar fengu tækifæri, tveir 17 ára í byrjunarliðinu, þeir stóðu sig ekkert illa. Þetta var stöngin út í dag.” „Bæði lið fengu fullt af færum og það var bara eins og í leiknum um daginn, þá vorum við með fleiri færi, þeir voru kannski með betri færi í dag. Þetta snýst um að koma honum í markið og það var skrautlegt þegar það loksins kom.” Eysteinn Húni hélt áfram og hrósaði andstæðingnum. „Þetta fer bara í reynslubankann hjá okkur. Njarðvík er búið að sanna sig sem lið í Inkasso deildinni. Þetta er bara eins og hver annar leikur, þeir áttu sigurinn skilið og ég óska þeim til hamingju með hann og góðs gengis í 8-liða úrslitunum.” Frammistaðan var fín hjá liðinu en Eysteini fannst vanta smá í liðið. „Það vantaði gæði. Til þess að vinna þennan leik þurftum við meiri gæði fótboltalega séð heldur en við sýndum. Mér finnst þessi hópur eiga meiri gæði en við sýndum í dag en stundum nærðu ekki öllu fram. Eins og ég segi við treystum nokkrum strákum til að taka sæti í liðinu í dag. Það sem við gerðum var ekki nóg til að vinna leikinn.” En það hlítur að svíða aðeins meira að tapa fyrir nágrönnunum í Njarðvík? „Ekki fyrir mig. Við erum bara dottnir út úr bikar, skiptir engu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir Njarðvíkur liðinu og við töpuðum bara fyrir liði sem gerði aðeins betur en við í dag.”
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti