Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:15 Myndina tók Sverrir í Hvalfirði í gær af dauðu hrefnunni en Landhelgisgæslan var kölluð út þar sem talið var að hrefnan væri skúta sem farið hefði á hliðina í firðinum. sverrir tryggvason Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm
Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48