Segjast ekki bera ábyrgð á vali stéttarfélaganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:58 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið segir að ekki halli á félagsmenn SGS og Eflingar varðandi greiðslu iðgjalda. FBL/Eyþór Samband íslenskra sveitarfélaga segir að hvorki halli á félagsmenn SGS né Eflingar er varðar greiðslu iðgjalda í þá lífeyrissjóði sem félagsmenn greiða iðgjöld sín til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í tilefni þess að forsvarsmenn Eflingar og SGS hafa vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Það gerðu verkalýðsforingjarnir vegna ósættis um lífeyrismál. Af hálfu SGS og Eflingar komi ekki til greina að halda áfram viðræðum nema lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð.Sjá nánar: Vísa deilu til Ríkissáttasemjara „Ákvæði um framlög launagreiðenda í lífeyrissjóði og séreignasjóði eru samhljóða í öllum kjarasamningum Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, þ.e. 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð og 2% mótframlag í séreignasjóð,“ segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfsmönnum almennt gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, s.s. Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga eða LSR. Sú regla er þó með þeirri undantekningu að félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ greiða flestir í almenna lífeyrissjóði. Það fyrirkomulag hefur verið óbreytt um árabil og byggir á kröfum stéttarfélaganna sjálfra þar um, enda höfnuðu þau á sínum tíma boð um aðild að opinberu lífeyrissjóðunum.“ Lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna sem greiða í almenna lífeyrissjóði geti í einhverjum tilvikum verið lakari en þeirra sem greiða í opinberu sjóðina. „Þar sem stéttarfélögin bera sjálf ábyrgð á eigin vali og kröfum þá hafnar Samband íslenskra sveitarfélaga alfarið að bæta eða bera ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum þess.“ Í tilkynningunni er fullyrt að krafa SGS og Eflingar sé í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta. Kjaramál Tengdar fréttir SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að hvorki halli á félagsmenn SGS né Eflingar er varðar greiðslu iðgjalda í þá lífeyrissjóði sem félagsmenn greiða iðgjöld sín til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í tilefni þess að forsvarsmenn Eflingar og SGS hafa vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Það gerðu verkalýðsforingjarnir vegna ósættis um lífeyrismál. Af hálfu SGS og Eflingar komi ekki til greina að halda áfram viðræðum nema lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð.Sjá nánar: Vísa deilu til Ríkissáttasemjara „Ákvæði um framlög launagreiðenda í lífeyrissjóði og séreignasjóði eru samhljóða í öllum kjarasamningum Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, þ.e. 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð og 2% mótframlag í séreignasjóð,“ segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfsmönnum almennt gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, s.s. Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga eða LSR. Sú regla er þó með þeirri undantekningu að félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ greiða flestir í almenna lífeyrissjóði. Það fyrirkomulag hefur verið óbreytt um árabil og byggir á kröfum stéttarfélaganna sjálfra þar um, enda höfnuðu þau á sínum tíma boð um aðild að opinberu lífeyrissjóðunum.“ Lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna sem greiða í almenna lífeyrissjóði geti í einhverjum tilvikum verið lakari en þeirra sem greiða í opinberu sjóðina. „Þar sem stéttarfélögin bera sjálf ábyrgð á eigin vali og kröfum þá hafnar Samband íslenskra sveitarfélaga alfarið að bæta eða bera ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum þess.“ Í tilkynningunni er fullyrt að krafa SGS og Eflingar sé í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta.
Kjaramál Tengdar fréttir SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19