„Ákvörðunin að velja þessa þrjá ungu og frábæru markmenn í þetta verkefni er frábær“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. maí 2019 20:15 Björgvin Páll Gústavsson hefur verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í áratug Vísir/Getty Björgvin Páll Gústavsson er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Hann segir þá ákvörðun að velja þrjá unga markmenn frábæra. Björgvin Páll, sem hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins síðustu ár, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í kvöld þar sem hann sagði sína skoðun. „Ákvörðunin að velja þessa þrjá ungu og frábæru markmenn í þetta verkefni er frábær ákvörðun, hvernig sem á hana er litið,“ skrifaði Björgvin. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi þá Ágúst Elí Björgvinsson, Grétar Ara Guðjónsson og Viktor Gísla Hallgrímsson í verkefnið. Framundan eru tveir leikir við Tyrkland og Grikkland. Björgvin Páll hefur ekki spilað mikið með Skjern í vetur, en hann er þar að spila með einum efnilegasta markmanni heims Emil Nielsen. „Það allt saman gleður mig gríðarelga mikið því að ég hef lagt mikið kapp í að hjálpa þessum magnaða markmanni að taka næsta skref, en hann er í sumar á leiðinni í eitt af betri liðum heims. Ég viðurkenni það fúslega að tímabilið hefur ekkert verið það auðveldasta sem ég hef tekið þátt í og tók það mig smá tíma að kyngja egó-inu og fatta mitt nýja hlutverk.“ „Minn tími mun koma aftur, bæði í félagsliðinu og í landsliðinu, en hann á ekki að koma á kostnað einhvers annars eða vegna þess að ég á svo og svo marga landsleiki,“ skrifaði Björgvin Páll. Ísland mætir Grikkjum ytra þann 12. júní og tekur svo á móti Tyrkjum í Laugardalshöll 16. júní. Handbolti Mest lesið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Hann segir þá ákvörðun að velja þrjá unga markmenn frábæra. Björgvin Páll, sem hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins síðustu ár, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í kvöld þar sem hann sagði sína skoðun. „Ákvörðunin að velja þessa þrjá ungu og frábæru markmenn í þetta verkefni er frábær ákvörðun, hvernig sem á hana er litið,“ skrifaði Björgvin. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi þá Ágúst Elí Björgvinsson, Grétar Ara Guðjónsson og Viktor Gísla Hallgrímsson í verkefnið. Framundan eru tveir leikir við Tyrkland og Grikkland. Björgvin Páll hefur ekki spilað mikið með Skjern í vetur, en hann er þar að spila með einum efnilegasta markmanni heims Emil Nielsen. „Það allt saman gleður mig gríðarelga mikið því að ég hef lagt mikið kapp í að hjálpa þessum magnaða markmanni að taka næsta skref, en hann er í sumar á leiðinni í eitt af betri liðum heims. Ég viðurkenni það fúslega að tímabilið hefur ekkert verið það auðveldasta sem ég hef tekið þátt í og tók það mig smá tíma að kyngja egó-inu og fatta mitt nýja hlutverk.“ „Minn tími mun koma aftur, bæði í félagsliðinu og í landsliðinu, en hann á ekki að koma á kostnað einhvers annars eða vegna þess að ég á svo og svo marga landsleiki,“ skrifaði Björgvin Páll. Ísland mætir Grikkjum ytra þann 12. júní og tekur svo á móti Tyrkjum í Laugardalshöll 16. júní.
Handbolti Mest lesið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira