Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. maí 2019 20:31 Srdjan Tufegdzig. Vísir/Ernir Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“ Mjólkurbikarinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“
Mjólkurbikarinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki