Sarri viðurkenndi í fyrsta skipti stuttu fyrir æfinguna að hann væri að íhuga framtíð sína, en Juventus er sagt vilja fá Sarri.
Ítalski stjórinn henti derhúfunni sinni tvisvar í jörðina og sparkaði henni eftir jörðinni áður en hann rauk niður leikmannagöngin og yfirgaf æfinguna. Bræðiskast Sarri kom rétt eftir að Gonzalo Higuain og David Luiz áttu í rifrildi á æfingunni. Talsmenn Chelsea sögðu atvikin ekki tengjast.
Sarri er sagður hafa verið ósáttur við að æfingin, sem var sú síðasta fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld, hafi verið opin fyrir fjölmiðla.
Þá hafa meiðsli N'Golo Kante ekki hjálpað hugarástandi Sarri, en miðjumaðurinn gat ekki tekið þátt í æfingunni heldur skokkaði hann með sjúkraþjálfara í hálftíma.
Tempers fraying in the Chelsea camp?
Higuain and Luiz come together in training and Maurizio Sarri is furious! pic.twitter.com/obSZ51KGGd
— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2019
Eiður Smári Guðjohnsen var í setti hjá BT Sport, sem er með sýningarréttinn á úrslitaleiknum í Englandi, þar sem farið var yfir atburðarrás kvöldsins.
„Eitthvað hlýtur að hafa gengið á,“ sagði Eiður, en umræðuna og atvikið má sjá í myndbandinu hér að ofan.
„Þú ert með hóp af stórum karakterum og eitthvað hefur gerst til þess að reita stjórann til reiði.“
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður í beinni útsendingu og ofurháskerpu á Stöð 2 Sport annað kvöld, miðvikudag.