Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Pétur Pétursson, Álftagerðisbróðir. „Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
„Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira