Átak til eflingar lýðheilsu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2019 14:45 Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun