Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 15:39 Robert Mueller lauk störfum í dag. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07