Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“ Alþingi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“
Alþingi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira