Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 23:32 Asthon Kutcher í réttarsal í dag. Vísir/Getty Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag. Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag.
Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira