Setja fyrirvara við ársreikning borgarinnar Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 06:15 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara á undirskrift ársreikning borgarinnar. Slíkt er ekki algengt en er gert þegar stjórnarmenn telja vankanta á ársreikningum. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira