Deilur Aserbaísjan og Armeníu gætu komið í veg fyrir að Mkhitaryan spili úrslitaleikinn með Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:30 Henrikh Mkhitaryan í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í leik Arsenal og Everton. Getty/Stuart MacFarlane Svo gæti vel farið að Henrikh Mkhitaryan missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok maí þrátt fyrir að vera bæði fullfrískur og ekki í leikbanni. Ástæðan er stjórnmálasamband Armeníu og Aserbaísjan þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár. Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls. Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum. Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.2015: Misses game for Dortmund vs Gabala 2018: Misses game for Arsenal v Qarabag 2019: Europa League final v Chelsea Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan. Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú. Armenía Aserbaídsjan Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Svo gæti vel farið að Henrikh Mkhitaryan missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok maí þrátt fyrir að vera bæði fullfrískur og ekki í leikbanni. Ástæðan er stjórnmálasamband Armeníu og Aserbaísjan þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár. Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls. Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum. Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.2015: Misses game for Dortmund vs Gabala 2018: Misses game for Arsenal v Qarabag 2019: Europa League final v Chelsea Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan. Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú.
Armenía Aserbaídsjan Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira