Ægir er búinn að semja við argentínska úrvalsliðið Regatas Corrientes sem kemur frá borginni Corrientes í Norðurhluta Argentínu við landamærin við Paragvæ.
Aegir Steinarsson, el islandés que es nuevo refuerzo de Regatas de Corrientes; https://t.co/mlkd4QLYHm#LaLigapic.twitter.com/7e7HRKxuLe
— Básquet Plus (@basquetplus) May 10, 2019
Regatas Corrientes hefur unnið 21 af 37 leikjum sínum á tímabilinu og er eins og er í sjöunda sæti deildarinnar en átta efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Ægir fyllir í skarð DeAngelo Stephens-Bell sem hefur spilað sinn síðasta leik með félaginu. Stephens-Bell stóð ekki undir væntingum og spilar sem dæmi aðeins í fimm mínútur í síðasta leiknum sínum með liðinu.
Ægi er ætlað að hjálpa liðinu í úrslitakeppninni sem fer fram undan en liðið á eftir aðeins einn leik í deildarkeppninni.
Ægir Þór Steinarsson átti mjög flott tímabil með Stjörnuliðinu en hann var með 12,5 stig og 7,5 stoðsendingar í leik á öllu tímabilinu en hafði hækkað stigaskor sitt upp í 14,8 stig í leik í úrslitakeppninni.