Undir mér komið að sanna mig Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. maí 2019 10:00 Nick Fitzgerald er hérna í leik með Mississippi State Bulldogs en hann skrifaði nýverið undir samning við NFL-liðið Tampa Bay Buccaneers. Hann á því möguleika á að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að leika á stærsta sviði veraldar innan bandaríska ruðningsheimsins næsta haust. Nordicphotos/Getty Ruðningskappinn Nick Fitzgerald gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að leika í NFL-deildinni ef honum tekst að brjóta sér leið inn í leikmannahóp Tampa Bay Buccaneers en hann er nú í æfingabúðum hjá liðinu. Nick, sem er sonur Anettu Jónsdóttur og leikur í stöðu leikstjórnanda, var ekki valinn í nýliðavalinu en samþykkti fljótlega samning frá Buccaneers sem varð Super Bowl-meistari í eina skiptið árið 2002. „Það yrði ansi flott að verða fyrsti Íslendingurinn í deildinni,“ segir hann hlæjandi þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hans. Eftir því sem undirritaður kemst næst eru Bakhtiari-bræðurnir, Eric og David, þeir einu með íslenskar rætur sem hafa leikið í NFL-deildinni. Þessa dagana er tímabilið að byrja í NFL-deildinni hjá nýliðunum þegar æfingar utan keppnistímabilsins hefjast. „Fyrst og fremst er ég mjög spenntur að byrja þetta ferli. Í fyrstu æfingabúðunum eru bara nýliðarnir, svo koma eldri leikmennirnir og þetta eru um sex vikur,“ segir Nick sem þarf að heilla Bruce Arians, nýráðinn þjálfara Tampa Bay Buccaneers. Arians sem hefur unnið með leikstjórnendum á borð við Andrew Luck, tilkynnti það í vor að hann tæki þjálfaraheyrnartólin ofan úr hillu og myndi snúa aftur á hliðarlínuna. „Þetta verður afar spennandi, ég náði ekki að hitta hann á prófdeginum (e. NFL Draft Combine) né í aðdraganda nýliðavalsins en ég er spenntur að fara og hitta alla nýju liðsfélagana mína.“ Hjá Tampa Bay er Jameis Winston leikstjórnandi og kveðst Nick einnig spenntur að vinna með honum. „Ég þarf að fylgjast vel með honum, sjá hvernig hann undirbýr sig alla daga og læra af honum. Svo þarf ég að læra sóknina hjá liðinu.“ Aðspurður tekur Nick undir það að í æfingabúðunum séu menn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Enginn er öruggur um að komast í 53 manna leikmannahóp liðsins fyrir tímabilið sem hefst í haust. „Algjörlega, það er undir manni komið að sanna sig. Enginn er með öruggt sæti í liðinu og maður verður sem nýliði að gera sitt besta, sækja eins mikla vitneskju og hægt er. Sem leikstjórnandi þarftu að læra sóknarleik liðsins eins fljótt og hægt er svo þú getir farið út á völlinn og stýrt sóknarleiknum vel á æfingunum. Fyrir nýliðana er þetta að læra eins mikið og hægt er á stuttum tíma,“ segir Nick um æfingabúðirnar sem hófust í gær. „Það er óraunverulegt að þetta sé runnið upp, þetta er búið að vera draumur manns síðan ég byrjaði að æfa ruðning sem sex ára strákur. Ég æfði líka körfubolta og hafnabolta þegar ég var ungur en ruðningur var alltaf í fyrsta sæti.“ Nick var byrjunarliðsmaður með Mississippi State í þrjú ár í sterkustu háskólaruðningsdeild Bandaríkjanna þar sem Nick mætti bestu liðum landsins, Auburn, LSU og Alabama Crimson Tide, á hverju ári. „Það er erfiðasta staðan í háskólaruðningnum að vera leikstjórnandi og ég mætti bestu vörnum landsins. Það var gaman að mæta liðum eins og Alabama sem er búið að vera í sérflokki á landsvísu undanfarinn áratug. Við komumst nálægt því að vinna þá einu sinni en misstum það úr höndum okkar en það var skemmtilegt að spila gegn svona liðum.“ Nick er fjölhæfur sem leikstjórnandi og er tvíþætt ógn með hlaupaleik sínum. „NFL-deildin var á sínum tíma svolítið einhæf þegar kom að leikstjórnendum sem gátu beðið í vasanum og kastað en í dag hefur þetta þróast og sífellt fleiri lið eru farin að vilja leikstjórnendur sem geta hlaupið og kastað. Það ætti að henta mér vel, það er minn leikstíll og það verður áhugavert að sjá hvað ég geri á þessu stigi. Þetta er skemmtilegt þegar vel gengur en sem leikstjórnandi þarf maður alltaf að vera með varann á. Þetta er mjög harður leikur og maður þarf að vera viðbúinn alls konar höggum.“ Nick segist vera í sambandi við nokkra fjölskyldumeðlimi á Íslandi og reynir að hitta á ættingja sína þegar þeir heimsækja Bandaríkin. „Mamma er íslensk og ég á fjölskyldu á Íslandi. Ég er í sambandi við nokkra heima sem hafa reynt að fylgjast með leikjunum mínum. Þegar íslenska fjölskyldan mín heimsækir Bandaríkin hef ég reynt að hitta á þau og ég er í góðu sambandi við nokkra,“ segir Nick og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að heimsækja Ísland en ætli sér að bæta úr því. „Ég hef komið einu sinni til Íslands sem strákur, ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára, en ég er alltaf á leiðinni aftur eftir að ég fullorðnaðist. Núna er ég að einbeita mér að ferli mínum í NFL-deildinni en ég mun reyna að koma einhvern tímann í fríi.“ Birtist í Fréttablaðinu NFL Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Ruðningskappinn Nick Fitzgerald gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að leika í NFL-deildinni ef honum tekst að brjóta sér leið inn í leikmannahóp Tampa Bay Buccaneers en hann er nú í æfingabúðum hjá liðinu. Nick, sem er sonur Anettu Jónsdóttur og leikur í stöðu leikstjórnanda, var ekki valinn í nýliðavalinu en samþykkti fljótlega samning frá Buccaneers sem varð Super Bowl-meistari í eina skiptið árið 2002. „Það yrði ansi flott að verða fyrsti Íslendingurinn í deildinni,“ segir hann hlæjandi þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hans. Eftir því sem undirritaður kemst næst eru Bakhtiari-bræðurnir, Eric og David, þeir einu með íslenskar rætur sem hafa leikið í NFL-deildinni. Þessa dagana er tímabilið að byrja í NFL-deildinni hjá nýliðunum þegar æfingar utan keppnistímabilsins hefjast. „Fyrst og fremst er ég mjög spenntur að byrja þetta ferli. Í fyrstu æfingabúðunum eru bara nýliðarnir, svo koma eldri leikmennirnir og þetta eru um sex vikur,“ segir Nick sem þarf að heilla Bruce Arians, nýráðinn þjálfara Tampa Bay Buccaneers. Arians sem hefur unnið með leikstjórnendum á borð við Andrew Luck, tilkynnti það í vor að hann tæki þjálfaraheyrnartólin ofan úr hillu og myndi snúa aftur á hliðarlínuna. „Þetta verður afar spennandi, ég náði ekki að hitta hann á prófdeginum (e. NFL Draft Combine) né í aðdraganda nýliðavalsins en ég er spenntur að fara og hitta alla nýju liðsfélagana mína.“ Hjá Tampa Bay er Jameis Winston leikstjórnandi og kveðst Nick einnig spenntur að vinna með honum. „Ég þarf að fylgjast vel með honum, sjá hvernig hann undirbýr sig alla daga og læra af honum. Svo þarf ég að læra sóknina hjá liðinu.“ Aðspurður tekur Nick undir það að í æfingabúðunum séu menn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Enginn er öruggur um að komast í 53 manna leikmannahóp liðsins fyrir tímabilið sem hefst í haust. „Algjörlega, það er undir manni komið að sanna sig. Enginn er með öruggt sæti í liðinu og maður verður sem nýliði að gera sitt besta, sækja eins mikla vitneskju og hægt er. Sem leikstjórnandi þarftu að læra sóknarleik liðsins eins fljótt og hægt er svo þú getir farið út á völlinn og stýrt sóknarleiknum vel á æfingunum. Fyrir nýliðana er þetta að læra eins mikið og hægt er á stuttum tíma,“ segir Nick um æfingabúðirnar sem hófust í gær. „Það er óraunverulegt að þetta sé runnið upp, þetta er búið að vera draumur manns síðan ég byrjaði að æfa ruðning sem sex ára strákur. Ég æfði líka körfubolta og hafnabolta þegar ég var ungur en ruðningur var alltaf í fyrsta sæti.“ Nick var byrjunarliðsmaður með Mississippi State í þrjú ár í sterkustu háskólaruðningsdeild Bandaríkjanna þar sem Nick mætti bestu liðum landsins, Auburn, LSU og Alabama Crimson Tide, á hverju ári. „Það er erfiðasta staðan í háskólaruðningnum að vera leikstjórnandi og ég mætti bestu vörnum landsins. Það var gaman að mæta liðum eins og Alabama sem er búið að vera í sérflokki á landsvísu undanfarinn áratug. Við komumst nálægt því að vinna þá einu sinni en misstum það úr höndum okkar en það var skemmtilegt að spila gegn svona liðum.“ Nick er fjölhæfur sem leikstjórnandi og er tvíþætt ógn með hlaupaleik sínum. „NFL-deildin var á sínum tíma svolítið einhæf þegar kom að leikstjórnendum sem gátu beðið í vasanum og kastað en í dag hefur þetta þróast og sífellt fleiri lið eru farin að vilja leikstjórnendur sem geta hlaupið og kastað. Það ætti að henta mér vel, það er minn leikstíll og það verður áhugavert að sjá hvað ég geri á þessu stigi. Þetta er skemmtilegt þegar vel gengur en sem leikstjórnandi þarf maður alltaf að vera með varann á. Þetta er mjög harður leikur og maður þarf að vera viðbúinn alls konar höggum.“ Nick segist vera í sambandi við nokkra fjölskyldumeðlimi á Íslandi og reynir að hitta á ættingja sína þegar þeir heimsækja Bandaríkin. „Mamma er íslensk og ég á fjölskyldu á Íslandi. Ég er í sambandi við nokkra heima sem hafa reynt að fylgjast með leikjunum mínum. Þegar íslenska fjölskyldan mín heimsækir Bandaríkin hef ég reynt að hitta á þau og ég er í góðu sambandi við nokkra,“ segir Nick og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að heimsækja Ísland en ætli sér að bæta úr því. „Ég hef komið einu sinni til Íslands sem strákur, ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára, en ég er alltaf á leiðinni aftur eftir að ég fullorðnaðist. Núna er ég að einbeita mér að ferli mínum í NFL-deildinni en ég mun reyna að koma einhvern tímann í fríi.“
Birtist í Fréttablaðinu NFL Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti