Ertu enn?? Óttar Guðmundsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Mannlegu samfélagi er stýrt með lögum og margvíslegum hefðum og reglum. Umhverfið veit venjulega hvernig hver og einn á að haga sér og beitir félagslegum þrýstingi til að móta hvern einstakling. Flestir vita nokkurn veginn til hvers er ætlast af þeim enda gengur samfélagið snurðulaust fyrir sig. Mikilli orku er eytt í að ala upp og móta börn og unglinga og nú síðast eldri borgara. Mestu skiptir að fá þessa hópa til að ganga í takt við viðurkennda samfélagslega hegðun. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég gekk inn í flugvél. Í sætinu fyrir aftan mig sat ungur læknir ásamt syni sínum. Við heilsuðumst með virktum og hann sagði strax: „Ertu enn að ferðast?“ Ég hváði enda fannst mér spurningin skrítin. Hann spurði þá aftur; „ertu enn að ferðast einn þíns liðs?“ Þetta minnti mig á mikinn fjölda sambærilegra spurninga sem ég hef fengið með hækkandi aldri. „Ertu enn að vinna?“, „býrðu enn í húsinu?“, „ertu enn að keyra?“, „ertu ennþá áskrifandi að Mogganum?“, „ertu enn að skrifa í Fréttablaðið?“ Listinn er í raun endalaus. Samkvæmt viðurkenndri staðalímynd ferðast menn á mínum aldri ekki einir í flugvélum. Þeir eru hættir að vinna, búnir að segja upp Mogganum og hafa komið sér fyrir í íbúð fyrir aldraða. Menn eru hættir að taka þátt í lífinu og hafa tekið sér endanlega stöðu á áhorfendabekknum. Þeir sem ekki vilja láta troða sér inn í þennan ramma eru varhugaverðir og sennilega elliærir enda í andstöðu við ríkjandi samfélagsgildi. Ég bíð alltaf eftir næstu spurningu: „Ertu ennþá lifandi? Hvað ætlarðu að gera í því?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Mannlegu samfélagi er stýrt með lögum og margvíslegum hefðum og reglum. Umhverfið veit venjulega hvernig hver og einn á að haga sér og beitir félagslegum þrýstingi til að móta hvern einstakling. Flestir vita nokkurn veginn til hvers er ætlast af þeim enda gengur samfélagið snurðulaust fyrir sig. Mikilli orku er eytt í að ala upp og móta börn og unglinga og nú síðast eldri borgara. Mestu skiptir að fá þessa hópa til að ganga í takt við viðurkennda samfélagslega hegðun. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég gekk inn í flugvél. Í sætinu fyrir aftan mig sat ungur læknir ásamt syni sínum. Við heilsuðumst með virktum og hann sagði strax: „Ertu enn að ferðast?“ Ég hváði enda fannst mér spurningin skrítin. Hann spurði þá aftur; „ertu enn að ferðast einn þíns liðs?“ Þetta minnti mig á mikinn fjölda sambærilegra spurninga sem ég hef fengið með hækkandi aldri. „Ertu enn að vinna?“, „býrðu enn í húsinu?“, „ertu enn að keyra?“, „ertu ennþá áskrifandi að Mogganum?“, „ertu enn að skrifa í Fréttablaðið?“ Listinn er í raun endalaus. Samkvæmt viðurkenndri staðalímynd ferðast menn á mínum aldri ekki einir í flugvélum. Þeir eru hættir að vinna, búnir að segja upp Mogganum og hafa komið sér fyrir í íbúð fyrir aldraða. Menn eru hættir að taka þátt í lífinu og hafa tekið sér endanlega stöðu á áhorfendabekknum. Þeir sem ekki vilja láta troða sér inn í þennan ramma eru varhugaverðir og sennilega elliærir enda í andstöðu við ríkjandi samfélagsgildi. Ég bíð alltaf eftir næstu spurningu: „Ertu ennþá lifandi? Hvað ætlarðu að gera í því?“
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun