Yfirlögregluþjónn spyr hvort fjölskylda á sunnudagsrúntinum eigi að njóta vafans eða timbraður ökumaður Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 12:15 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira