Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2019 19:30 Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér. Árborg Dýr Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér.
Árborg Dýr Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira