Efast um hlutleysi hins íslenska EFTA-dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2019 06:00 Páll Hreinsson er í leyfi frá Hæstarétti á meðan hann gegnir dómstörfum hjá EFTA. Fréttablaðið/Ernir Lagaprófessor við Óslóarháskóla, Mads Andenæs, lýsti meintu vanhæfi Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, í umdeildu norsku máli, svokölluðu Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá dómstólnum, í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin fyrir helgi. Andenæs segir í færslu sinni að Páll Hreinsson hafi sem forseti EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið í fréttabréfi sem dómarar allra aðildarríkja EFTA fengu sent og að athugasemd forsetans um málið megi skilja sem svo að hann sé á öndverðum meiði við fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá upplýsti forseti hæstaréttar Noregs fyrir helgi að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen, hefði hvatt sig til að vísa málinu aftur til EFTA-dómstólsins en hefur þegar kveðið upp dóm í málinu um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norskur áfrýjunardómstóll, sem fékk málið til meðferðar, sýknaði norska ríkið hins vegar og fór með því gegn dómi EFTA-dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins. Dómi þessum var áfrýjað til hæstaréttar Noregs sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins með ósk um ráðgefandi álit. Það var svo núna fyrir helgi sem uppvíst varð um samskipti norska dómarans við hæstarétt Noregs og af umræðunni í Noregi að dæma er málið litið alvarlegum augum og staða dómarans sögð mjög erfið. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við segja dómarann í rauninni vera að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir og ljóst sé að Fosen-málið verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll að spurning hæstaréttar Noregs til EFTA-dómstólsins varði þröskuld skaðabótaskyldu ríkisins og það skilyrði skaðabótaskyldu að brot þurfi að vera nægilega alvarlegt. Andenæs er ekki einn um þá skoðun að Páll hafi með þessu lýst viðhorfi til málsins sem geri hann vanhæfan sem dómara, en í svari til Andenæs á Linkedin segir fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher: „Þetta er skólabókardæmi um hlutdrægni dómaranna frá Íslandi og Noregi, því miður.“ Fyrirtaka var í Fosen-málinu hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll Hreinsson er dómformaður í málinu, en norski dómarinn, Per Cristiansen, veiktist skyndilega um helgina og því þurfti að kalla inn varadómara með stuttum fyrirvara til að setjast í dóminn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum EFTA-dómstólsins við fyrrgreindum ummælum um vanhæfi Páls Hreinssonar í umræddu máli. Viðbrögð höfuð ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Lagaprófessor við Óslóarháskóla, Mads Andenæs, lýsti meintu vanhæfi Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, í umdeildu norsku máli, svokölluðu Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá dómstólnum, í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin fyrir helgi. Andenæs segir í færslu sinni að Páll Hreinsson hafi sem forseti EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið í fréttabréfi sem dómarar allra aðildarríkja EFTA fengu sent og að athugasemd forsetans um málið megi skilja sem svo að hann sé á öndverðum meiði við fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá upplýsti forseti hæstaréttar Noregs fyrir helgi að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen, hefði hvatt sig til að vísa málinu aftur til EFTA-dómstólsins en hefur þegar kveðið upp dóm í málinu um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norskur áfrýjunardómstóll, sem fékk málið til meðferðar, sýknaði norska ríkið hins vegar og fór með því gegn dómi EFTA-dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins. Dómi þessum var áfrýjað til hæstaréttar Noregs sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins með ósk um ráðgefandi álit. Það var svo núna fyrir helgi sem uppvíst varð um samskipti norska dómarans við hæstarétt Noregs og af umræðunni í Noregi að dæma er málið litið alvarlegum augum og staða dómarans sögð mjög erfið. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við segja dómarann í rauninni vera að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir og ljóst sé að Fosen-málið verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll að spurning hæstaréttar Noregs til EFTA-dómstólsins varði þröskuld skaðabótaskyldu ríkisins og það skilyrði skaðabótaskyldu að brot þurfi að vera nægilega alvarlegt. Andenæs er ekki einn um þá skoðun að Páll hafi með þessu lýst viðhorfi til málsins sem geri hann vanhæfan sem dómara, en í svari til Andenæs á Linkedin segir fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher: „Þetta er skólabókardæmi um hlutdrægni dómaranna frá Íslandi og Noregi, því miður.“ Fyrirtaka var í Fosen-málinu hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll Hreinsson er dómformaður í málinu, en norski dómarinn, Per Cristiansen, veiktist skyndilega um helgina og því þurfti að kalla inn varadómara með stuttum fyrirvara til að setjast í dóminn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum EFTA-dómstólsins við fyrrgreindum ummælum um vanhæfi Páls Hreinssonar í umræddu máli. Viðbrögð höfuð ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira