Efast um hlutleysi hins íslenska EFTA-dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2019 06:00 Páll Hreinsson er í leyfi frá Hæstarétti á meðan hann gegnir dómstörfum hjá EFTA. Fréttablaðið/Ernir Lagaprófessor við Óslóarháskóla, Mads Andenæs, lýsti meintu vanhæfi Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, í umdeildu norsku máli, svokölluðu Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá dómstólnum, í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin fyrir helgi. Andenæs segir í færslu sinni að Páll Hreinsson hafi sem forseti EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið í fréttabréfi sem dómarar allra aðildarríkja EFTA fengu sent og að athugasemd forsetans um málið megi skilja sem svo að hann sé á öndverðum meiði við fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá upplýsti forseti hæstaréttar Noregs fyrir helgi að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen, hefði hvatt sig til að vísa málinu aftur til EFTA-dómstólsins en hefur þegar kveðið upp dóm í málinu um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norskur áfrýjunardómstóll, sem fékk málið til meðferðar, sýknaði norska ríkið hins vegar og fór með því gegn dómi EFTA-dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins. Dómi þessum var áfrýjað til hæstaréttar Noregs sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins með ósk um ráðgefandi álit. Það var svo núna fyrir helgi sem uppvíst varð um samskipti norska dómarans við hæstarétt Noregs og af umræðunni í Noregi að dæma er málið litið alvarlegum augum og staða dómarans sögð mjög erfið. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við segja dómarann í rauninni vera að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir og ljóst sé að Fosen-málið verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll að spurning hæstaréttar Noregs til EFTA-dómstólsins varði þröskuld skaðabótaskyldu ríkisins og það skilyrði skaðabótaskyldu að brot þurfi að vera nægilega alvarlegt. Andenæs er ekki einn um þá skoðun að Páll hafi með þessu lýst viðhorfi til málsins sem geri hann vanhæfan sem dómara, en í svari til Andenæs á Linkedin segir fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher: „Þetta er skólabókardæmi um hlutdrægni dómaranna frá Íslandi og Noregi, því miður.“ Fyrirtaka var í Fosen-málinu hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll Hreinsson er dómformaður í málinu, en norski dómarinn, Per Cristiansen, veiktist skyndilega um helgina og því þurfti að kalla inn varadómara með stuttum fyrirvara til að setjast í dóminn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum EFTA-dómstólsins við fyrrgreindum ummælum um vanhæfi Páls Hreinssonar í umræddu máli. Viðbrögð höfuð ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lagaprófessor við Óslóarháskóla, Mads Andenæs, lýsti meintu vanhæfi Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, í umdeildu norsku máli, svokölluðu Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá dómstólnum, í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin fyrir helgi. Andenæs segir í færslu sinni að Páll Hreinsson hafi sem forseti EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið í fréttabréfi sem dómarar allra aðildarríkja EFTA fengu sent og að athugasemd forsetans um málið megi skilja sem svo að hann sé á öndverðum meiði við fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá upplýsti forseti hæstaréttar Noregs fyrir helgi að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen, hefði hvatt sig til að vísa málinu aftur til EFTA-dómstólsins en hefur þegar kveðið upp dóm í málinu um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norskur áfrýjunardómstóll, sem fékk málið til meðferðar, sýknaði norska ríkið hins vegar og fór með því gegn dómi EFTA-dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins. Dómi þessum var áfrýjað til hæstaréttar Noregs sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins með ósk um ráðgefandi álit. Það var svo núna fyrir helgi sem uppvíst varð um samskipti norska dómarans við hæstarétt Noregs og af umræðunni í Noregi að dæma er málið litið alvarlegum augum og staða dómarans sögð mjög erfið. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við segja dómarann í rauninni vera að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir og ljóst sé að Fosen-málið verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll að spurning hæstaréttar Noregs til EFTA-dómstólsins varði þröskuld skaðabótaskyldu ríkisins og það skilyrði skaðabótaskyldu að brot þurfi að vera nægilega alvarlegt. Andenæs er ekki einn um þá skoðun að Páll hafi með þessu lýst viðhorfi til málsins sem geri hann vanhæfan sem dómara, en í svari til Andenæs á Linkedin segir fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher: „Þetta er skólabókardæmi um hlutdrægni dómaranna frá Íslandi og Noregi, því miður.“ Fyrirtaka var í Fosen-málinu hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll Hreinsson er dómformaður í málinu, en norski dómarinn, Per Cristiansen, veiktist skyndilega um helgina og því þurfti að kalla inn varadómara með stuttum fyrirvara til að setjast í dóminn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum EFTA-dómstólsins við fyrrgreindum ummælum um vanhæfi Páls Hreinssonar í umræddu máli. Viðbrögð höfuð ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira