Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 06:45 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32