Íslensku liðin gætu mætt Man. Utd í Evrópudeildinni í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 13:30 Ole Gunnar Solskjær mætir kannski til Íslands í júlí. vísir/getty Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi. Íslenski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira