Fjölskylda Gísla Þórs heyrði fyrst í dag af 40 mínútna bið sjúkraflutningamanna Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 18:45 Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í rúmlega 30 kílómetra fjarlægð frá Mehamn. Vísir/Gvendur Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram. Manndráp í Mehamn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram.
Manndráp í Mehamn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira