Landráðamaður, þjóðernissinni eða hálfviti? Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 16. maí 2019 08:00 Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun